Nýtt skátagildi í burðarliðnum

Eins og flestir vita hefur verið unnið að stofnun nýs skátagildis í Hafnarfirði og hefur gildismeistari staðið að undirbúningi þess. Fjölmargir áhugasamir hafa skráð sig og stefnt er að stofnfundi í október.

Þrösturinn hefur eflaust hjálpað til við að koma fræi í þennan hola hornstaur sem má muna fífil sinn fegri. Það má segja að hann geri, líkt og góð félög, endurnýi sig sjálfur.

Nýtt gildi mun starfa við hlið og í góðu samstarfi við St. Georgsgildið í Hafnarfirði og fær að nýta aðstöðuna í Skátalundi.

Harpa Hrönn Grétarsdóttir hefur tekið að sér að leiða stofnun gildisins ásamt Guðna Gíslasyni gildismeistara í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði og verður kynningu á stofnun gildisins hrundið af stað innan skamms.

Skátastarf fullorðinna

Í upphafi var skátastarf aðeins ætlað börnum, og í raun í fyrstu aðeins strákum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeirri rúmu öld sem liðin er og skátahreyfingin er í dag stærsta frjálsa æskulýðshreyfing heims. Til viðbótar hinum ungu skátum hafa ávallt verið fullorðnir einstaklingar sem gegnt hafa foringjastörfum og enn aðrir aðstoða við skátastarfið á einhvern hátt. Hinir fullorðnu skátar áttuðu sig fljótt á því að þá má njóta þess að vera skáti alla ævi og hafa myndað með sér samtök, formleg og óformleg auk þess að starfa náið með skátafélaginu á eigin svæði. Þátttaka hinna fullorðinna er gríðarlega mikilvæg skátastarfinu - ekki síst vegna þess að hinir fullorðnu njóta þess að vera með. Svo geta menn orðið skátar á fullorðinsárum!

Continue Reading

Nýtt nafn, Skátagildin á Íslandi

Landsþing St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið í Kjarna v/ Akureyri laugardaginn 4. maí sl. Mæting var góð, um 70 fulltrúar frá öllum gildunum hittust og kynntu starf síðustu tveggja ára.

Lagabreytingartillaga kom frá Guðna Gíslasyni um að í stað “Landsgildis” væri tekið upp nafnið “Skátagildin” eða “Skátagildin á Íslandi” sem daglegt nafn á samtökunum St. Georgsgildin á Íslandi. Þó nokkur umræða var um þessa tillögu en röksemd fyrir breytingunni var sú að borið hafi á andstöðu við nafnið St. Georgsgildi, sérstaklega hjá yngri skátum, þeim sem stefnt er að fá inn í gildisstarfið. Í 1. grein samþykkta St. Georgsgildanna á Íslandi sagði að heiti samtakanna væri St. Georgsgildin á Íslandi, í daglegu máli nefnd Landsgildið. Bent var á að heitið Landsgildið segði ekkert um tengingu við skátastarf eða St. Georgsgildi og til að tengja heiti samtakanna betur við skátastarf væri rétt að taka upp heitið Skátagildin á Íslandi eða Skátagildin sem heiti samtakanna í daglegu máli. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og nefndi Guðni í ávarpi til þinggesta að samþykktin bæri vott um víðsýni þinggesta og vilja til að takast á við breytt umhverfi í starfi að því að gera Skátagildin á Íslandi sem samnefnara eldri skáta í landinu.

Continue Reading