
Skráning á Landsþing Skátagildanna hafin
Það stefnir í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.
- Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51
- Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við Hvaleyrarvatn
- Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði
Skráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí.
Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér.
Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,-
Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing.
Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Þinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.
- Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing innifalin og rúta
- Kvöldskemmtun og matur: kr. 6.500,-
Dagskrá
- 09.15 Þinggögn afhent. Morgunhressing.
- 10.00 Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.
- 12.00 Léttur hádegisverður
- 12.45 Framhald þingstarfa
- 14.30 Þingslit
- 15.00 Skemmti- og skoðunarferð, 1,5-2 tímar.
- 19.30 Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður á Kænunni
- Gildin eru hvött til að taka með fána sinn á fæti til að hafa á þingstað og á kvöldskemmtun.
- Hvert gildi er hvatt til að koma með skemmtiatriði á kvöldskemmtunina