• Home
  • Fréttir
  • Skátagildið Skýjaborgir var stofnað í kvöld

Skátagildið Skýjaborgir var stofnað í kvöld

Það var merkur áfangi í skátastarfi í Hafnarfirði í kvöld þegar rúmlega 30 manns komu saman í Hraunbyrgi til að stofna nýtt skátagildi. Tæplega helmingur voru félagar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildi sýna samstöðu sína og stuðning við hið nýja gildi. Mikill áhugi hefur verið fyrir stofnun gildisins og fjölmargir sem ekki komust í kvöld hafa tilkynnt þátttöku sína.
 
Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 
Þeir sem skrá sig í gildið fram á næsta félagsfund verða skráðir stofnfélagar gildisins.
Guðni Gíslason, gildismeistari í St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, sem hafði unnið að undirbúningi að stofnun gildisins, færði félögum í hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.