• Home
  • Fréttir
  • Kakó og rjómi á stofnfundi nýs gildis 13. febrúar

Kakó og rjómi á stofnfundi nýs gildis 13. febrúar

Guðni GíslasonHarpa Hrönn GrétarsdóttirNýtt skátagildi verður stofnað í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. febrúar nk. Undirbúningur að stofnuninni hefur verið nokkuð langur en nú er komið að stofnfundinum. Guðni Gíslason hefur borið hitann og þungann af undirbúningnum hingað til en nú hefur Harpa Hrönn Grétarsdóttir tekið við keflinu og verið er að mynda undirbúningsstjórn til að stýra stofnfundinum.

 

Fjölmargir hafa skráð sig á lista og lýst sig áhugasama og er vonast eftir fjölmennum fundi.

Stefnt er síðan að stofnun regnhlífarsamtaka skátagilda í Hafnarfirði en undir það yrði skálinn og landið við Hvaleyrarvatn sett. 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði verður að sjálfsögðu áfram starfandi en sjö nýir félagar bættust við í vetur og stefnt er að enn meiri félagafjölgun.

Skátarnir í Hafnarfirði munu því mynda sterka heild með öflugum einingum, skátagilda og skátafélags.

Fundurinn verður í Hraunbyrgi kl. 20 fimmtudaginn 13. febrúar og verður boðið upp á heitt kakó og rjóma.