Afmælisfagnaður í Hraunbyrgi

 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði býður til veislu í Hraunbyrgi á sunnudaginn kl. 15-17 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.

Minjanefnd gildisins og Hraunbúa hafa fundið til muni úr eldriskátastarfi og sýnir það í Hraunbyrgi auk þess sem gestum er boðið í minjasafnið. Myndir hafa verið skannaðar og verða til sýnis á afmælishátíðinni og þar gætir margra grasa. 

Fram verða bornar glæsilegar afmæliskökur ásamt heimabökuðum kleinum, heimabökuðu rúgbrauði með heimagerðri kæfu, flatkökum með hangikjöti og auðvitað úrvalskaffi, te og gosi.

Markmiðið er að eldri skátar hittist og njóti saman ánægjulegrar stundar. Allir eldri skátar og velunnarar eru velkomnir.