Nýtt skátagildi í burðarliðnum

Eins og flestir vita hefur verið unnið að stofnun nýs skátagildis í Hafnarfirði og hefur gildismeistari staðið að undirbúningi þess. Fjölmargir áhugasamir hafa skráð sig og stefnt er að stofnfundi í október.

Þrösturinn hefur eflaust hjálpað til við að koma fræi í þennan hola hornstaur sem má muna fífil sinn fegri. Það má segja að hann geri, líkt og góð félög, endurnýi sig sjálfur.

Nýtt gildi mun starfa við hlið og í góðu samstarfi við St. Georgsgildið í Hafnarfirði og fær að nýta aðstöðuna í Skátalundi.

Harpa Hrönn Grétarsdóttir hefur tekið að sér að leiða stofnun gildisins ásamt Guðna Gíslasyni gildismeistara í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði og verður kynningu á stofnun gildisins hrundið af stað innan skamms.