Skátastarf fullorðinna

Í upphafi var skátastarf aðeins ætlað börnum, og í raun í fyrstu aðeins strákum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeirri rúmu öld sem liðin er og skátahreyfingin er í dag stærsta frjálsa æskulýðshreyfing heims. Til viðbótar hinum ungu skátum hafa ávallt verið fullorðnir einstaklingar sem gegnt hafa foringjastörfum og enn aðrir aðstoða við skátastarfið á einhvern hátt. Hinir fullorðnu skátar áttuðu sig fljótt á því að þá má njóta þess að vera skáti alla ævi og hafa myndað með sér samtök, formleg og óformleg auk þess að starfa náið með skátafélaginu á eigin svæði. Þátttaka hinna fullorðinna er gríðarlega mikilvæg skátastarfinu - ekki síst vegna þess að hinir fullorðnu njóta þess að vera með. Svo geta menn orðið skátar á fullorðinsárum!

Af hverju vilja fullorðnir halda áfram að vera skátar?