
Brot úr starfinu
Á aðalfundi sem haldinn var 2. nóv 2010 var eftirfarandi stjórn kjörin:
- Sigurlína Sigurgeirsdóttir gildismeistari
- Ingigerður Traustadóttir varagildismeistari
- Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir gjaldkeri
- Þórey Bergsdóttir ritari
- Kristín B Jónsdóttir meðstjórnandi
Sú breyting var samþykkt á aðalfundi að framvegis verða aðalfundir í febrúar ár hvert í stað nóv. og reikningsár skal vera almanaksárið.
Fundir St Georgsgildisins á Akureyri eru haldnir 1. mánudag í mánuði á tímabilinu september til mai. Fundarstaður er í hinni nýju starfsaðstöðu Gildisins, Vörðunni, sem er við Freyjunes á Akureyri, en Varðan var vígð og gefið nafn í nóv 2010.
Í nóv 2010 var þess minnst að 50 ár eru liðin síðan St Georgsgildið á Akureyri var stofnað og að þeirri stofnun stóð Dúi Björnsson.
Haustferðin var á sínum stað og var farið til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng.
St Georgsgildið á Akureyri hefur um árabil séð um leiðalýsingu í kirkugarði Akureyrar og nú einnig í Lögmannshlíðar kirkjugarði. Vinnufundir hafa verið amk vikulega frá áliðnu sumri til jóla, en krossar eru lýstir frá 1. sunnudegi í aðventu fram til þrettánda dags jóla. Síðan fer það eftir tíðarfari hvenær hægt er að taka inn krossa og það sem þeim fylgir og ganga frá.