Vertu með

Ertu gamall skáti 18 ára eða eldri?

  • Hefur þú tengst skátastarfi á einhvern hátt?
  • Viltu njóta þess að starfa í anda skátahreyfingarinnar og gera gagn?
  • Ef þú svarar einhverju ofangreindu játandi þá gætir þú átt heima í skátagildi.

Á Íslandi eru nú starfandi sjö skátagildi. Gildin mynda samtökin Skátagildin á Íslandi og heimasíða þeirra er www.stgildi.is Auk þess eru nokkrir aðrir hópar eldri skáta, formlegir og óformlegir eins og Skátakórinn, Smiðjuhópurinn, Skógarskátar og fl.